Grunnur‎ > ‎

Karaktersvæði

Efnisyfirlit:
Um landslagsgreiningu
Svæðisskipting

Um landslagsgreiningu

Einn grunnur að mótun stefnu svæðisskipulagsins var landslagsgreining, byggð á breskri aðferðafræði sem kallast “Landscape Character Assessment“. Út frá greiningunni var Snæfellsnesi skipt upp í 13 „karaktersvæði“ eða landslagseiningar sem síðar var fækkað í 6 eftir samráð við heimamenn. Hverju svæði var lýst þannig að dregin væru fram sérkenni þess og um leið fékkst yfirlit yfir einkenni Snæfellsness sem heildar. Upplýsingar um svæðin sköpuðu umræðugrundvöll fyrir starf vinnuhópa um svæðisgarð og svæðisskipulagsnefndar, um verðmæti, tækifæri og áherslur við mótun stefnu


Svæðisskipting

Uppskipting Snæfellsness í landslagseiningar sýnir vel fjölbreytni svæðisins og möguleika á að styrkja enn frekar fjölbreytnina, með því að vinna með sérkenni hvers svæðis við umhverfismótun, þróun atvinnulífs, kynningu og markaðssetningu.