Grunnur

Í þessum hluta áætlunarinnar er gerð grein fyrir meginforsendum svæðisskipulagsins, með því að tilgreina helstu verðmæti sem felast í náttúru, menningu og mannauði svæðisins og fjalla um þau tækifæri sem í þeim verðmætum liggja.
Umfjöllunin hér byggir að miklu leyti á því sem kom fram á samráðsfundum með vinnuhópum, en einnig á rituðum heimildum.
Ítarlegri umfjöllun um forsendur svæðisskipulagsins er að finna í viðauka með verkefnislýsingu og í umhverfisskýrslu, en þau skjöl eru fylgiskjöl með svæðisskipulaginu.