Umhverfismat

Efnisyfirlit:
Tilgangur umhverfismats
Matslýsing
Umhverfisskýrsla

Tilgangur umhverfismats

Í samræmi við lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 voru umhverfisáhrif svæðisskipulagstillögunnar metin. Umhverfismati er ætlað að sjá til þess að umhverfisáhrif séu skoðuð við mótun tillögu og að reynt sé að lágmarka neikvæð áhrif og hámarka jákvæð áhrif.

Matslýsing

Lýsing á nálgun við umhverfismatið var send Skipulagsstofnun til umsagnar í ágúst 2013, í samræmi við 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Matslýsingin var jafnframt send til Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Vesturlands til umsagnar og kynnt á vef svæðisgarðsins, www.svaedisgardur.is þar sem almenningi var boðið að senda inn athugasemdir eða ábendingar um lýsinguna.

Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun með bréfi dags. 19.8.2013 og frá Skipulagsstofnun með bréfi dags. 18.9.2013.
Ábendingar sem bárust voru hafðar ti
l hliðsjónar við nánari mótun svæðisskipulagsstefnunnar og við umhverfismat hennar.

Umhverfisskýrsla

Umhverfismatið sjálft er sett fram í umhverfisskýrslu sem er fylgiskjal með þeirri svæðisskipulagstillögu sem hér birtist.