Ráðgjafar

Ráðgjafarfyrirtækið Alta sá um vinnslu svæðisskipulagsins, undir yfirstjórn svæðisskipulagsnefndar og í samstarfi við stýrihóp svæðisgarðsverkefnisins. Faglegur verkefnisstjóri var Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur en Björg Ágústsdóttir lögfræðingur og verkefnisstjóri sá um umsýslu verkefnisins. 

Landslagsgreining og yfirlit yfir náttúrarf, landnotkun, sögu og menningu Snæfellsness, ásamt yfirliti yfir tengd verkefni, var unnin af Heiðu Aðalsteinsdóttur landslagsarkitekt og Hrafnkatli Á. Proppé skipulagsfræðingi. Kortagerð var í höndum Heiðu, en ásamt henni sá Sigmar Metúsalemsson landfræðingur um öflun landfræðilegra gagna. Textavinna var að mestu í höndum Matthildar en Björg las yfir og lagfærði eftir þörfum, auk þess að skrifa um samhengi verkefnisins við búsetuþróun liðinna ára, stefnu um mat og framfylgd í gegnum svæðisgarð.