Aðilar

Efnisyfirlit:
Lögformlegir aðilar
Svæðisskipulagsnefnd
Aðrir aðilar

Lögformlegir aðilar

Sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi standa að svæðisskipulaginu, en þau eru (tilgreind eftir íbúafjölda 1. jan. 2014):

Snæfellsbær (1691 íbúar)
Stykkishólmsbær (1095 íbúar)
Grundarfjarðarbær (872 íbúar)
Eyja- og Miklaholtshreppur (148 íbúar)
Helgafellssveit (53 íbúar)


Svæðisskipulagsnefnd

Sveitarstjórnir sveitarfélaganna fimm skipuðu svæðisskipulagsnefnd til að annast svæðisskipulagsgerðina undir þeirra yfirstjórn. Nefndina skipa: 
Ragnhildur Sigurðardóttir og Smári Björnsson, f.h. Snæfellsbæjar,
Gretar D. Pálsson og Theodóra Matthíasdóttir, f.h. Stykkishólmsbæjar,
Eyþór Garðarsson og Þórður Á. Magnússon, f.h. Grundafjarðarbæjar,
Halldór Jónsson, f.h. Eyja- og Miklaholtshrepps og
Jóhanna Kristín Hjartardóttir, f.h. Helgafellssveitar.

Formaður nefndarinnar er Gretar D. Pálsson og varaformaður er Ragnhildur Sigurðardóttir.


Svæðisskipulagsnefndin setti sér starfsreglur sem birtar voru í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni umfjöllun Skipulagsstofnunar. Reglunum hefur verið breytt einu sinni (sept. 2013). 

Aðrir aðilar

Mótun svæðisskipulagsins hefur verið í nánu samstarfi við fulltrúa frá samtökum í atvinnulífi á Snæfellsnesi, sem standa með sveitarfélögunum að verkefni um stofnun svæðisgarðs á Snæfellsnesi. Þessi samtök eru:
Ferðamálasamtök Snæfellsness
Snæfell, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi
Búnaðarfélag Eyrarsveitar
Búnaðarfélag Staðarsveitar
Búnaðarfélag Eyja- og Miklaholtshrepps
Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnesssýslu

Reiknað er með að fleiri geti bæst í þennan hóp með tímanum. 

Verkefninu um svæðisgarð er stjórnað af eigendaráði sem hefur valið nokkra fulltrúa úr sínum röðum í stýrihóp, til að sjá um framkvæmd verkefnisins innan þess ramma sem eigendaráð hefur ákveðið. 

Fulltrúar úr stýrihópi hafa setið alla fundi svæðisskipulagsnefndar, tekið þátt í samráðsfundum og fengið öll vinnugögn send. Stýrihópinn skipa:
Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, formaður hópsins 
Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar
Kristín Björg Árnadóttir, bæjarfulltrúi Snæfellsbæ
Hallur Pálsson, fulltrúi búnaðarfélaganna þriggja 
Bárður Guðmundsson, síðar Örvar Már Marteinsson, fulltrúi Snæfells - félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi
Þorkell Símonarson, fulltrúi Ferðamálasamtaka Snæfellsness

Með stofnun Svæðisgarðsins Snæfellsness, þann 4. apríl 2014, kom nýkjörin framkvæmdastjórn í stað stýrihóps. Sömu einstaklingar skipa hana og skipuðu stýrihópinn áður.