Um þennan vef

Þessi vefur var settur upp til að halda utan um svæðisskipulagstillöguna á vinnslustigi. Tillagan, í þessum búningi, var kynnt fyrir umsagnaraðilum í mars til maí 2014 og fyrir almenningi í apríl til maí 2014. 

Svæðisskipulag fyrir Snæfellsnes hefur verið í vinnslu síðan á vormánuðum 2012. Tillaga þessi, ásamt umhverfisskýrslu, hefur verið kynnt fyrir almenningi í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Þann 8. maí 2014 samþykkti svæðisskipulagsnefnd tillöguna til auglýsingar. Tillagan var send sveitarstjórnunum fimm til afgreiðslu þann 9. maí 2014. Með fyrirvara um þeirra samþykki, samþykkti svæðisskipulagsnefnd að senda tillöguna síðan til athugunar Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Í framhaldinu hefst hið opinbera auglýsingaferli.

Áður en tillagan fer í auglýsingu skv. skipulagslögum, sem reiknað er með að verði fyrri hluta sumars, verður hún sett upp í skýrsluform. Fram til þess er hún aðgengileg hér á þessum vef