Leiðir að markmiðum um SNÆFELLSKAN IÐNAÐ OG SKAPANDI GREINAR

Efnisyfirlit:
Skapandi greinar
Framleiðsluiðnaður
Mannvirkjagerð

Skapandi greinar

A16    Hverskonar skapandi greinar, sem vinna með sérkenni og staðaranda svæðisins, þróist og eflist. Til skapandi greina teljst t.d. auglýsingagerð, byggingalist, myndlist og fornminjar, handverk, hönnun, tískuhönnun, kvikmyndagerð, gagnvirkur tómstundahugbúnaður (s.s. tölvuleikir), tónlist, sviðslistir, útgáfa, hugbúnaðargerð og framleiðsla efnis fyrir útvarp og sjónvarp.

A16.1   Vinna yfirlit yfir starfsemi sem fellur undir skapandi greinar og móta hugmyndir um hvernig megi efla þá starfsemi, s.s. með samvinnu við aðrar greinar. Sjá í samhengi við stefnu um GRUNNGERР– Fjarskipti.

A16.2   Þróa handverk úr snæfellsku hráefni sem sem vísar til sérkenna og staðaranda svæðisins.

A16.3   Efla handverksmarkaði sem selja vörur frá öllu Snæfellsnesi og koma mögulega á fót markaði sem ferðast á milli staða á svæðinu.

A16.4   Halda samkeppni um minjagripi og snæfellskt handverk.

A16.5   Sjá einnig kafla um LÍFSGÆÐI þar sem settar eru fram leiðir að aukinni almennri þekkingu um umhverfi og sögu Snæfellsness (markmið Þ1).

A17    Störfum fjölgi í upplýsingaiðnaði, s.s. umsýslu með hverskonar gögn, framsetningu þeirra og miðlun.

A17.1   Vinna yfirlit yfir starfsemi á sviði upplýsingatækni á Snæfellsnesi og móta hugmyndir um hvernig megi efla þá starfsemi, s.s. með samvinnu við aðrar greinar. Sjá í samhengi við stefnu um GRUNNGERÐ – Fjarskipti.

A18    Stjórnsýsla á Snæfellsnesi og stofnanir séu í fararbroddi við nýtingu upplýsingatækni ýmiss konar.

A18.1   Undirstrika þessa sérstöðu með stuðningi við viðburði tengda tækni.

A18.2   Þróa SNÆFELLSNESVEFINN, sameiginlegan vef sveitarfélaganna og atvinnulífsins til miðlunar þekkingar og upplýsinga, sem nýtískulegan, framúrskarandi og gagnvirkan vef, sem nýti margmiðlun á áhrifaríkan hátt. 

Þ24    Möguleikar til menntunar á sviði upplýsingatækni eflist.

Þ24.1   Þróa áfram námsleiðir og námskeið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og í samstarfi við Símenntun Vesturlands og fleiri aðila, þar sem upplýsingatækni er hagnýtt.

Þ24.2   Sjá einnig kafla um LÍFSGÆÐI þar sem settar eru fram leiðir að aukinni almennri þekkingu um umhverfi og sögu        Snæfellsness (markmið Þ1).

U20    Handverk og listiðnaður tengdur svæðinu sé sýnilegur í umhverfinu.

U20.1   Listaverk, munir, gamalt handverk o.þ.h. verði nýtt, t.d. við byggingar eða á opnum svæðum, á upplýsingaskiltum og á samkomu- og áningarstöðum.

A19    Tengsl milli listgreina og atvinnustarfsemi styrkist.

A19.1   Sjá kafla um LÍFSGÆÐI þar sem settar eru fram leiðir að aukinni almennri þekkingu um umhverfi og sögu Snæfellsness  (markmið Þ1).

Þ25    Þekking á gömlu snæfellsku handverki aukist.

Þ25.1   Vinna yfirlit yfir þekkt snæfellskt handverk og miðla því á SNÆFELLSNESVEFNUM, sameiginlegum vef sveitarfélaganna og    atvinnulífsins.

Þ25.2   Halda námskeið um hleðslur úr torfi og grjóti með þeim aðferðum sem beitt var á Snæfellsnesi. Einnig um steinsmíði, eldsmíði, silfursmíði og vinnslu úr t.d. rekaviði, roði, fiskibeinum, leir og selskinni. 

Þ25.3   Halda námskeið um hluti sem áður voru framleiddir á Snæfellsnesi.

Þ25.4   Hvetja til fræðslu um gamalt handverk í leikskólum og grunnskólum.

Þ25.5   Sjá einnig kafla um LÍFSGÆÐI þar sem settar eru fram leiðir að aukinni almennri þekkingu um umhverfi og sögu Snæfellsness (markmið Þ1).

Þ26    Menntun í skapandi greinum eflist.

Þ26.1   Þróa námsleiðir og námskeið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, þar sem skapandi greinum er sinnt.

Þ26.2   Hvetja til nýtingar efna og sérkenna úr snæfellsku landslagi og menningu við listmenntun í leik- og grunnskólum.

Framleiðsluiðnaður

U21    Snæfellsnes sé án mengandi stóriðju og án starfsemi sem getur ógnað hreinleikaímynd svæðisins og hagsmunum matvælaframleiðslu.

U21.1   Leggja áherslu á matvælaframleiðslu sem stóriðju svæðisins. Sjá stefnu um MAT.

U21.2   Hvetja til lítt mengandi atvinnurekstrar og smáiðnaðar.

A20    Matvælaframleiðsla eflist sem stóriðja svæðisins.

A20.1   Sjá stefnu um MAT.

A21    Byggt verði á þeim grunni sem þegar hefur verið mótaður með  umhverfisvottun sveitarfélaganna.

A21.1   Stuðla því að fyrirtæki starfi með umhverfisvænum áherslum, t.d. með því að fræða um slíkar áherslur, mikilvægi þeirra og ávinning af þeim.

A21.2   Vinna að aukinni endurvinnslu úrgangs. Sjá einnig stefnu um GRUNNGERÐ – Endurnýtingu og förgun úrgangs.

A22    Auðlindir svæðisins séu nýttar enn frekar til ýmiss konar framleiðslu.

A22.1   Meta möguleika á að nýta vatn, þörunga og fleiri auðlindir og þróa verkefni á grunni þess.

Þ27    Þekking aukist á möguleikum til að nýta snæfellskt hráefni í ýmiskonar smáframleiðslu.

Þ27.1   Halda námskeið um nýtingu jurta í smyrsl o.fl.

Þ27.2   Efla rannsóknir í tengslum við nýtingu þörunga til matvælaframleiðslu.

Þ27.3   Leita leiða í samstarfi við rannsóknarstofnanir til þess að þróa eldsneytisvinnslu og framleiðslu úr úrgangi.

Þ27.4   Viðhalda verkkunnáttu í fiskvinnslu, t.d. með þróun fisknámsbrautar í FSN.

Mannvirkjagerð

U22    Sjá markmið U13 um LANDSLAG – BÚSETULANDSLAG.

Þ28    Menntun á sviði mannvirkjagerðar, sem tekur mið af sérkennum og staðaranda Snæfellsness, styrkist. Sjá umfjöllun um staðaranda í GRUNNI.

Þ28.1   Þróa námsleiðir og námskeið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. 
Þ28.2   Sjá einnig markmið um eflingu snæfellsks handverks og leiðir að því, að ofan.Comments