Iðnaður og skapandi greinar

Efnisyfirlit:
Meginmarkmið fyrir snæfellskan iðnað
Skapandi greinar
Framleiðsluiðnaður
Mannvirkjagerð

Meginmarkmið fyrir snæfellskan IÐNAÐ OG SKAPANDI GREINAR

Ýmiss konar hreinlegur framleiðslu- og smáiðnaður þróist úr hráefnum Snæfellsness og skapandi greinar eflist. Snæfellsnes sé án mengandi stóriðju og án starfsemi sem getur ógnað hreinleikaímynd svæðisins og hagsmunum matvælaframleiðslu.

Til að stuðla að þessu meginmarkmiði eru sett fram eftirfarandi markmið. SMELLIÐ HÉR til að skoða leiðir að hverju markmiði.

Skapandi greinar

A16    Hverskonar skapandi greinar, sem vinna með sérkenni og staðaranda svæðisins, þróist og eflist. Til skapandi greina teljast t.d. auglýsingagerð, byggingalist, myndlist og fornminjar, handverk, hönnun, tískuhönnun, kvikmyndagerð, gagnvirkur tómstundahugbúnaður (s.s. tölvuleikir), tónlist, sviðslistir, útgáfa, hugbúnaðargerð og framleiðsla efnis fyrir útvarp- og sjónvarp.

A17    Störfum fjölgi í upplýsingaiðnaði, s.s. umsýslu með hverskonar gögn, framsetningu þeirra og miðlun.

A18    Stjórnsýsla á Snæfellsnesi og stofnanir séu í fararbroddi við nýtingu upplýsingatækni ýmiss konar.

Þ24    Möguleikar til menntunar á sviði upplýsingatækni eflist.

U20    Handverk og listiðnaður tengdur svæðinu sé sýnilegur í umhverfinu.

A19    Tengsl milli listgreina og atvinnustarfsemi styrkist.

Þ25    Þekking á gömlu snæfellsku handverki aukist.

Þ26    Menntun í skapandi greinum eflist.


Framleiðsluiðnaður

U21    Snæfellsnes sé án mengandi stóriðju og án starfsemi sem getur ógnað hreinleikaímynd svæðisins og hagsmunum                matvælaframleiðslu.

A20    Matvælaframleiðsla eflist sem stóriðja svæðisins. Sjá stefnu um MAT.

A21    Byggt verði á þeim grunni sem þegar hefur verið mótaður með umhverfisvottun sveitarfélaganna.

A22    Auðlindir svæðisins séu nýttar enn frekar til ýmiss konar framleiðslu.

Þ27    Þekking aukist á möguleikum til að nýta snæfellskt hráefni í ýmiskonar smáframleiðslu.


Mannvirkjagerð

U22   Sjá markmið U13 um LANDSLAG – BÚSETULANDSLAG.

Þ28    Menntun á sviði mannvirkjagerðar, sem tekur mið af sérkennum og staðaranda Snæfellsness, styrkist. Sjá umfjöllun um staðaranda í GRUNNI áætlunarinnar.