Áætlun eftir þemum‎ > ‎Matur‎ > ‎

Leiðir að markmiðum um SNÆFELLSKAN MAT

Efnistyfirlit: 
Matarmenning
Sjávarfang
Landbúnaðarvörur
Annað hráefni

Matarmenning 

U15    Matvælaframleiðsla fari fram í beinum og nánum tengslum við náttúruna og með sjálfbæra nýtingu auðlinda að leiðarljósi.

U15.1   Móta stefnu í umhverfis- og skipulagsmálum (aðalskipulagi) sem styður við hlutverk svæðisins sem matvælaframleiðslusvæðis, m.a. með því að gera ráð fyrir að önnur atvinnustarfsemi falli vel að þessu hlutverki og hafi ekki andstæða hagsmuni. 

U15.2   Tryggja nægt framboð af lóðum, á svæðum sem henta vel undir matvælaframleiðslu.

U15.3   Hafa í hávegum snyrtimennsku og góða umgengni á lóðum og opnum svæðum. 

U15.4   Leitast við að hafa til reiðu svæði sem almenningi standa til boða til ræktunar eigin matjurta. 

A10    Vöruþróun í nýtingu hráefnis og matvælavinnslu eflist og verðmætasköpun aukist.

A10.1   Stofna samstarfshóp, eða tengslanet, um mat. Hópurinn fjalli um hvernig þróa megi nýjar vörur og auka verðmætasköpun í  matvælavinnslu, út frá ýmsum hliðum, s.s. hráefni, nýtingu og framleiðslu, matreiðslu, miðlun, sölu og kynningu o.s.frv. Í hópnum starfi fulltrúar ólíkra aðila sem koma að mat á einhvern hátt, s.s. fiskverkendur, bændur, veitingastaðir, fiskmarkaður, verslanir, rannsóknarstofnanir og aðilar úr stoðkerfi atvinnulífs, o.fl.  Hópurinn vinni t.d. tillögur að námskeiðum og verkefnum. Hann efni til samkeppni eða þróunarverkefnis um ný, snæfellsk matvæli eða rétti úr snæfellskum hráefnum, sem vísa beint eða óbeint til sögu, menningar eða staðaranda svæðisins.

A11    Aðgengi að snæfellsku hráefni og matvælum aukist, innan svæðisins.

A11.1   Vinna að bættu aðgengi að snæfellsku hráefni og matvælum, innan svæðisins sjálfs, m.a. með umfjöllun og upplýsingum á SNÆFELLSNESVEFNUM.

A11.2   Hvetja og aðstoða smásöluaðila á svæðinu við að tengjast framleiðendum á svæðinu og bjóða vörur þeirra til sölu.

A11.3   Kanna möguleika á matvörumarkaði eða bændamarkaði sem flakki á milli staðanna á svæðinu, einkum yfir sumartímann.

A11.4   Leita eftir samstarfi og aðkomu fyrirtækja og stofnana að þróun í matvælavinnslu sem stuðlar að bættu aðgengi að vöru - sbr. leið A10.1 hér að ofan.

Þ15    Þekking á matvælaframleiðslu svæðisins, matarmenningu og -hefðum tengdum Snæfellsnesi aukist og verði sem aðgengilegust.

Þ15.1   Hvetja skóla og nema til að vinna verkefni um matarmenningu svæðisins, aðföng og hráefni og hvernig það hefur verið nýtt til dagsins í dag. Áhersla verði lögð á „Matarkistuna Breiðafjörð“ og vermenn á Snæfellsnesi. 


Þ15.2   Gera upplýsingar um mat framleiddan á svæðinu og matarmenningu tengda
Snæfellsnesi aðgengilegar á SNÆFELLSNESVEFNUM, til að ýta undir þekkingu fólks á núverandi framleiðslu og til að nýta við vöruþróun, sköpun, fræðslu og kynningu á svæðinu.


Þ15.3   Halda námskeið um matarhefðir og matreiðslu úr snæfellskum hráefnum.


Þ15.4   Halda námskeið til að auðvelda frumkvöðlum að átta sig á reglum sem gilda um matvælaframleiðslu og aðstæður til hennar.

Þ16    Vörumerki Snæfellsness, til að auðkenna mat úr héraði, þróist og verði gæðamerki, með skilgreindum viðmiðum um eiginleika.   

Þ16.1   Skilgreina ávinning, markhópa og notendur slíks vörumerkis, þ.m.t. hvað teljist matur og vörur úr héraði.

Þ16.2   Setja reglur um notkun merkisins, þóknun fyrir notkun, eftirlit og umsjón. 

Þ16.3   Kynna vörur sem nýta merkið sérstaklega, t.d. á SNÆFELLSNESVEFNUM. 

Þ17    Sælkera- og hreinleikaímynd Snæfellsness styrkist og þekkist víða. Þekking aukist á virði og eiginleikum snæfellsks umhverfis til ræktunar og framleiðslu matvæla.   

Þ17.1   Koma á framfæri upplýsingum um eiginleika og gæði umhverfisins á Snæfellsnesi til ræktunar og matvælaframleiðslu, bæði til þeirra sem mögulega vilja rækta eða framleiða í atvinnuskyni og hinna sem vilja gera það til eigin nota. 
  
Þ17.2   Leggja áherslu á hreinan og „heiðarlegan“ mat, þ.e. hollan mat þar sem gefnar eru réttar og góðar upplýsingar um    hráefni, vinnsluaðferðir og heilnæmi vöru.  

Þ17.3   Byggja á matarhefðum og sælkera- og hreinleikaímynd Snæfellsness, í kynningu og markaðssetningu svæðisins.  

Þ17.4   Styðja við matarhátíðir sem haldnar eru á svæðinu. 

Sjávarfang

U16    
Hráefni við strandlengjuna verði nýtt með sjálfbærum hætti.

U16.1   Kortleggja strandsvæði kortlögð m.t.t. verndargildis og nýtingarmöguleika í matvælavinnslu.

A12    Verðmætasköpun í sjávarútvegi aukist.

A12.1   Auka nýtingu sjávarfangs, einkum vannýttra tegunda. Kortleggja leiðir til aukinnar nýtingar.

A12.2   Hvetja til aukins samstarfs rannsóknarstofnana á svæðinu, og annarra eftir atvikum, í þeim tilgangi að auka framleiðslu í sjávarútvegi og á matvælasviði.

A12.3   Skoða möguleika til aukinnar fullvinnslu sjávarfangs og hagkvæmni hennar, og til annarrar vöruþróunar í sjávarútvegi.

A12.4   Kortleggja leiðir til að auka verðmætasköpun með aðgreiningu á markaði, m.a. þar sem byggt er á gæðum íslensks sjávarfangs.  

A13    Aðgengi að snæfellsku sjávarfangi verði bætt á svæðinu sjálfu.

A13.1   Leita leiða til að bæta aðgengi íbúa, stofnana og ferðamanna að ferskum fiski í smásölu.  

A13.2   Kortleggja hvort og þá hvernig, lög og reglur torvelda aðgengi aðila (t.d. veitingahúsa) að sjávarfangi (t.d. við kaup af fiskmörkuðum, eða „beint frá báti“) og hvernig megi vinna bug á slíku.  

A13.3   Efla fiskmarkaði og möguleika á að fá enn fleiri tegundur sjávarafurða á markað.  

Þ18    Þekking á sjávarfangi og hagnýtingu þess aukist.

Þ18.1   Hvetja skóla og rannsóknarstofnanir til að auka við þekkingu á hagnýtingu sjávarfangs á svæðinu. 

Þ18.2   Taka markaðsmál og verðmætasköpun á grunni aukinna gæða og aðgreiningar á markaði, sérstaklega til skoðunar. Gæði og eiginleikar sjávarfangs og náttúrulegra aðstæðna verði sérstaklega dregin fram og greint hvaða verðmæti felast í    þeim gæðum. 

Þ18.3   Kortleggja „gamlar matvörur“ úr sjávarfangi sem hægt væri að framleiða eða nýta þekkinguna um, á annan hátt. Dæmi: harðfiskur, freðýsa, vermannafæði, kúttmagi, hertir hausar, heitreykt fuglakjöt.
 
Þ18.4   Halda námskeið um matreiðslu á sjávarfangi úr Breiðafirði/af svæðinu.

Þ19    Sjávarfang og matarmenning því tengd nýtist í markaðsstarfi fyrir Snæfellsnes.

Þ19.1   Nýta snæfellska matarmenningu í kynningu og markaðssetningu svæðisins, einkum sérstöðuna sem snýr að fiski, fugli, eggjum og þörungum.


Landbúnaðarvörur

U17    Verðmætt landbúnaðarland til ræktunar og matvælaframleiðslu varðveitist.

U17.1 Kortleggja land m.t.t. möguleika til ýmiskonar ræktunar (þ.m.t. vínrækt, bygg og annað korn) og skipuleggja dreifbýli á grunni þess þannig að lönd sem henta til matvælaframleiðslu séu ekki tekin undir byggð eða annars konar not.

U17.2 Kortleggja hlunnindi og marka stefnu um nýtingu með sjálfbærum hætti.

A14    Landbúnaður viðhaldist, vöruþróun eflist og verðmætasköpun aukist.

A14.1   Kortleggja leiðir til aukinnar verðmætasköpunar í landbúnaði, einkum fyrir tilstilli vöruþróunar og markaðsmála.

A14.2   Efna til samstarfs viðeigandi aðila um að ýta undir vöruþróun í nýtingu hráefnis, vinnslu og markaðsmálum. 

A14.3   Leita að þróunarmöguleikum í ræktun, s.s. lífrænni ræktun í landbúnaði, t.d. korns og lækningajurta af ýmsu tagi og möguleikum á sölu afurða beint frá býli. 

A14.4   Efla tengsl landbúnaðar og ferðaþjónustu sérstaklega með það fyrir augum að auka notkun á landbúnaðarafurðum af   svæðinu. 

A14.5   Skoða möguleika á sláturhúsi og vinnslu á svæðinu.

A14.6   Nýta hlunnindi með markvissum og fjölbreyttum hætti. 

Þ20    Þekking aukist á framboði landbúnaðarvara, m.a. afurða af svæðinu. Upplýsingar um framboð slíkra vara séu aðgengilegar ólíkum hópum.  

Þ20.1   Kortleggja framleiðslu og framboð landbúnaðarvara af svæðinu. Þær upplýsingar verði nýttar til að vekja athygli á        framboði landbúnaðarvara á markaði, m.a. í smásölu á svæðinu. 

Þ21    Þekking aukist á gæðum og eiginleikum svæðisins til ræktunar og framleiðslu vara í        landbúnaði.

Þ21.1   Hvetja skóla og rannsóknarstofnanir til að auka við þekkingu á möguleikum ræktunar og nýtingar í landbúnaði á svæðinu. 

Þ21.2   Kortleggja „gamlar matvörur“ tengdar landbúnaði sem hægt væri að framleiða eða nýta þekkinguna um, á annan hátt.
 
Þ21.3   Halda námskeið um matreiðslu úr landbúnaðarvörum af svæðinu.

Þ22    Landbúnaður og matarmenning honum tengd nýtist í markaðsstarfi fyrir Snæfellsnes.

Þ22.1   Nýta snæfellska matarmenningu í kynningu og markaðssetningu svæðisins, einkum sérstöðuna sem snýr að landbúnaði við sjó.

Annað hráefni

U18    Aðgengi að fersku og heilnæmu vatni, til manneldis og matvælaframleiðslu, sé ávallt tryggt, a.m.k. í þéttbýli.

U18.1   Tryggja vatnsverndarsvæðum sveitarfélaga nægilegt rými í aðalskipulagi. Tryggja möguleika til stækkunar þeirra (aukningar vatns).

U18.2    Ljúka heildstæðri kortlagningu á vatnsríkum grunnvatnssvæðum, lindum, ölkeldum o.fl. og marka stefnu um nýtingu og verndun á grunni þess. Sjá kafla um LÍFSGÆÐI.

U19    Nýting vatnsauðlinda sé sjálfbær og umgengni um þær til fyrirmyndar.

U19.1   Umgengni sé í samræmi við lög, reglur og skýrar verklagsreglur ábyrgðaraðila vatnslinda. 

A15    Snæfellskt hráefni sé nýtt enn frekar til ýmiss konar matvælaframleiðslu.

A15.1   Meta og kortleggja möguleika á að nýta vatn, þörunga og fleiri auðlindir, til matvælaframleiðslu, og þróa verkefni á grunni þess. Sjá um framleiðsluiðnað í kafla um IÐNAÐ OG SKAPANDI GREINAR

Þ23    Þekking aukist á snæfellsku hráefni sem nýta megi til matargerðar

Þ23.1   Efla rannsóknir á eiginleikum snæfellsks hráefnis til ýmiss konar matvælaframleiðslu annarrar en getið er hér að framan.
 
Þ23.2   Halda námskeið um nýtingu snæfellsks hráefnis í matvælaframleiðslu, t.d. jurta, þörunga, o.fl.

 
Comments