Matur

Efnisyfirlit:                                                            
Meginmarkmið fyrir snæfellskan mat
Matarmenning
Sjávarfang
Landbúnaðarvörur
Annað hráefni

Meginmarkmið fyrir snæfellskan mat

Nýsköpun og framleiðsla á hreinum gæðamatvælum úr snæfellskum hráefnum aukist. Aðilar í veitingaþjónustu nýti sem mest matvæli af svæðinu. Verðmætasköpun í greininni aukist. 

Til að stuðla að þessu meginmarkmiði eru sett fram eftirfarandi markmið. 

SMELLIÐ HÉR til að skoða leiðir að hverju markmiði.


Matarmenning 

U15    Matvælaframleiðsla fari fram í beinum og nánum tengslum við náttúruna og með sjálfbæra nýtingu auðlinda að leiðarljósi.

A10    Vöruþróun í nýtingu hráefnis og matvælavinnslu eflist og verðmætasköpun aukist.

A11    Aðgengi að snæfellsku hráefni og matvælum aukist, innan svæðisins.

Þ15    Þekking á matvælaframleiðslu svæðisins, matarmenningu og -hefðum tengdum Snæfellsnesi aukist og verði sem aðgengilegust.

Þ16    Vörumerki Snæfellsness, til að auðkenna mat úr héraði, þróist og verði gæðamerki, með skilgreindum viðmiðum um eiginleika. 

Þ17    Sælkera- og hreinleikaímynd Snæfellsness styrkist og þekkist víða. Þekking aukist á virði og eiginleikum snæfellsks umhverfis til ræktunar og framleiðslu matvæla.   


Sjávarfang

U16    Hráefni við strandlengjuna verði nýtt með sjálfbærum hætti.

A12    Verðmætasköpun í sjávarútvegi aukist.

A13    Aðgengi að snæfellsku sjávarfangi verði bætt á svæðinu sjálfu.

Þ18    Þekking á sjávarfangi og hagnýtingu þess aukist.

Þ19    Sjávarfang og matarmenning því tengd nýtist í markaðsstarfi fyrir Snæfellsnes.


Landbúnaðarvörur

U17    Verðmætt landbúnaðarland til ræktunar og matvælaframleiðslu varðveitist.

A14    Landbúnaður viðhaldist, vöruþróun eflist og verðmætasköpun aukist.

Þ20    Þekking aukist á framboði landbúnaðarvara, m.a. afurða af svæðinu. Upplýsingar um framboð slíkra vara séu aðgengilegar ólíkum hópum. 

Þ21    Þekking aukist á gæðum og eiginleikum svæðisins til ræktunar og framleiðslu vara í landbúnaði.

Þ22    Landbúnaður og matarmenning honum tengd nýtist í markaðsstarfi fyrir Snæfellsnes.


Annað hráefni  

U18     Aðgengi að fersku og heilnæmu vatni, til manneldis og matvælaframleiðslu, sé ávallt tryggt, a.m.k. í þéttbýli.

U19     Nýting vatnsauðlinda sé sjálfbær og umgengni um þær til fyrirmyndar.

A15     Snæfellskt hráefni sé nýtt enn frekar til ýmiss konar matvælaframleiðslu.

Þ23     Þekking aukist á snæfellsku hráefni sem nýta megi til matargerðar.