Áætlun eftir þemum‎ > ‎Landslag‎ > ‎

Leiðir að markmiðum fyrir SNÆFELLSKT LANDSLAG

Efnisyfirlit:
Þjóðgarður
Jarðfræðileg fjölbreytni
Líffræðileg fjölbreytni
Landslag sveita og bæja

Þjóðgarður

U9     Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull þróist áfram sem einn af aðalseglum svæðisins fyrir útivist og ferðamennsku, um leið og náttúra hans og minjar eru varðveittar.

U9.1    Vinna rammahluta fyrir þjóðgarðinn við            endurskoðun aðalskipulags Snæfellsbæjar í nánu        samstarfi við þjóðgarðsyfirvöld og Snæfellinga og í samhengi við Verndaráætlun þjóðgarðsins og markmið þessa svæðisskipulags. Í rammahlutanum verði settar  áherslur fyrir deiliskipulag einstakra svæða og fyrir leyfisveitingar vegna einstakra framkvæmda. Þar verði m.a. mörkuð stefna um:
  • Verndun lífríkis og minja þjóðgarðsins.
  • Aðgengi almennt og umferð farartækja á Snæfellsjökli sérstaklega.
  • Möguleika til skíðaiðkunar á jöklinum.
  • Áningarstaði og aðstöðu á þeim m.t.t. þolmarka og hlutverks þeirra, staðsetningar og tengingu við vegi, stíga og leiðir.
  • Lykilþjónustustaði og aðstöðu á þeim.
  • Stýringu umferðar m.t.t. þolmarka og ágangs á svæði.
  • Yfirbragð og útlit mannvirkja og skilta.
  • Staðsetningu og útlit hliða“ inn í Þjóðgarðinn.
  • Samhengi þjóðgarðsins og jaðarsvæða hans.

A6     Verðmætasköpun á grunni Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls aukist.

A6.1   Styðja við, skipuleggja og efla samstarf þjóðgarðsins og ferðaþjónustuaðila, m.a. um ferðir og leiðsögn í þjóðgarðinum.

A6.2   Að þjónusta verði í þjóðgarðinum allt árið um kring.

Þ9     Góð fræðsla og leiðsögn sé í boði um þjóðgarðinn.

Þ9.1    Efla tengsl þjóðgarðs og skóla á svæðinu, með skólaheimsóknum, upplýsingagjöf, verkefnatengingum o.fl.

Þ9.2    Sjá í samhengi við leið A5.1 um samstarf þjóðgarðsins og ferðaþjónustuaðila í kafla um LANDSLAG, leið                    Þ6.1 um átthagafræðslu á öllum skólastigum í kafla um LÍFSGÆÐI og stefnu um fræðslu, þjálfun og leiðbeiningar í                ferðaþjónustu í kafla um FERÐALAG.

Þ10     Rannsóknir á umhverfi og sögu þjóðgarðsins eflist og þekking almennings um hann aukist.

Þ10.1    Sjá leið Þ1.1 um miðlun upplýsinga um náttúru-, menningar- og þekkingarauð svæðisins á sameiginlegum vef 
sveitarfélaganna og atvinnulífsins, í kafla um LÍFSGÆÐI. Einnig leið Þ1.4 um aukið samstarf þekkingarsetra á Snæfellsnesi    um rannsóknir á náttúru- og menningarauði, í sama kafla.

Þ10.2    Stuðla að skráningu, rannsóknum og fræðslu á menningarminjum, og sjá til þess að hvergi sé við þeim hróflað nema með samþykki viðkomandi stjórnvalds, Minjastofnunar Íslands.

Þ11    Sterk og jákvæð ímynd þjóðgarðsins sé nýtt við markaðssetningu Snæfellsness í ferðaþjónustu og annarri atvinnuuppbyggingu.

Þ11.1    Sjá stefnu um ÍMYND SNÆFELLSNESS.

Jarðfræðileg fjölbreytni

U10    
Jarðfræðilega merkileg svæði og fallegar jarðminjar séu verndaðar.

U10.1    Vinna að því að hluti Snæfellsness eða allt        svæðið fái viðurkenningu Samtaka jarðvanga í            Evrópu (European Geoparks Network) sem jarðvangur.

U10.2    Afmarka í aðalskipulagi merkileg og viðkvæm svæði m.t.t. jarðfræði og setja skilmála um landnotkun, mannvirkjagerð og umgengni, sem miða að því að viðhalda sérkennum þeirra.  Dæmi um slík svæði eru: Berserkjahraun, setlögin í Búlandshöfða, Arnarstapi, Hellnar, Hraunsfjörður, Gerðuberg og Drápuhlíð.

U10.3    Marka stefnu um skógrækt í aðalskipulagi sem tekur tillit til merkra jarðminja. Ekki verði plantað í hraun og ekki umhverfis Snæfellsjökul. Mörk slíkra svæða verði dregin í aðalskipulagi sveitarfélaganna. Sjá einnig markmið U11 um að uppbygging og landnýting í sveitum taki tillit til landslagseinkenna.

U10.4    Kortleggja núverandi möguleg efnistökusvæði og marka stefnu í aðalskipulagi um nýtingu þeirra og frágang, m.t.t. annarrar landnotkunar og stefnu þessa svæðisskipulags um LANDSLAG

U10.5    Ganga frá námum sem ekki eru lengur í notkun.

A7       Tækifæri til atvinnuþróunar sem felast í einstakri jarðfræði svæðisins, nýtist sem best.     

A7.1      Stuðla að þróun jarðfræðiferðamennsku        (geotourism) og aðstoða atvinnugreinar við að            nýta jarðfræði svæðisins við markaðssetningu og        þróun vöru og þjónustu, m.a. með því að setja fram   aðgengilegar upplýsingar um jarðfræði svæðisins á     SNÆFELLSNESVEFINN og í VERKFÆRAKISTU SNÆFELLINGA og með því að fá viðurkenningu Samtaka jarðvanga í Evrópu á hluta Snæfellsness eða öllu. Sjá í samhengi við markmið U10 um verndun jarðfræðilega merkilegra svæða í kafla um LANDSLAG og stefnu um lykilþemu ferðamennsku í kafla um        FERÐALAG.

Þ12      Rannsóknir á einstakri og margbrotinni jarðfræði Snæfellsness eflist.

Þ12.1     Auðvelda aðgengi að fjármagni til rannsókna með því að vinna að viðurkenningu á Snæfellsnesi í heild eða að hluta sem jarðvangi hjá Samtökum jarðvanga í Evrópu (European Geoparks Network). Sjá í samhengi við markmið U10 um verndun jarðfræðilega merkilegra svæða og A6 um tækifæri til atvinnuþróunar á grunni jarðfræði svæðisins.

Þ12.2     Stuðla að auknu samstarfi þekkingarsetra á Snæfellsnesi um rannsóknir á náttúru- og menningarauði svæðisins og
nýtingu hans. Sjá í samhengi við markmið Þ1 um að almenn þekking um umhverfi og sögu Snæfellsness aukist í kafla um LÍFSGÆÐI.

Líffræðileg fjölbreytni

U11      Fjölbreytni fuglalífs og gróðurs viðhaldist.

U11.1     Afmarka í aðalskipulagi merkileg og viðkvæm svæði fugla og gróðurs og setja skilmála um landnotkun, nýtingu, mannvirkjagerð og umgengni, sem miða að því að viðhalda heilbrigði vistkerfa og líffræðilegri fjölbreytni.

U11.2     Stemma stigu við útbreiðslu minks, tófu og vargs og koma í veg fyrir að lúpína og aðrar ágengar tegundir breiðist yfir heilbrigð gróðurlendi og ræktað land. Fara jafnframt varlega í notkun framandi tegunda sem ekki eru sérkennandi fyrir Snæfellsnes.

U11.3     Marka stefnu um skógrækt í aðalskipulagi, í samvinnu við skógræktarfélög og Vesturlandsskóga, sem tekur tillit til verðmætra fuglasvæða og gróðurlenda. 

U11.4     Vernda náttúrulega birkiskóga, s.s. Sauraskóg.

U11.5     Koma í veg fyrir ofálag á viðkvæmum svæðum vegna beitar eða umferðar.

U11.6     Vernda óröskuð votlendi og endurheimta votlendi þar sem mögulegt er og ekki er lengur áformað að rækta á svæðinu. Endurheimt verði þó skoðuð m.t.t. stefnu um varðveislu verðmæts landbúnaðarlands, sbr. markmið U17. Afmarka slík svæði í aðalskipulagi.

U11.7     Spilla ekki fjörum og hreinsa þær reglulega.

A8        Tækifæri til atvinnuþróunar, sem felast í fjölbreyttu lífríki svæðisins, nýtist sem best.

A8.1       Stuðla að þróun ferðaþjónustu tengdri fuglaskoðun og annarri náttúruskoðun, bæði á sjó og landi. Aðstoða atvinnugreinar við að nýta lífríki svæðisins við markaðssetningu og þróun vöru og þjónustu, m.a. með því að setja fram aðgengilegar upplýsingar um lífríki svæðisins á SNÆFELLSNESVEFINN og í VERKFÆRAKISTU SNÆFELLINGA og með því að fá    viðurkenningu á verðmætum svæðum á lands- og heimsvísu.

Þ13       Rannsóknir á fjölbreyttu lífríki Snæfellsness og sjávarins umhverfis eflist.

Þ13.1       Sjá leið Þ1.1 um miðlun upplýsinga um náttúru-, menningar- og þekkingarauð svæðisins á sameiginlegum vef 
sveitarfélaganna og atvinnulífsins, í kafla um LÍFSGÆÐI. Einnig leið Þ1.4 um aukið samstarf þekkingarsetra á Snæfellsnesi um rannsóknir á náttúru- og menningarauði, í sama kafla.

Landslag sveita og bæja

U12      Uppbygging og landnýting í sveitum taki tillit til landslagseinkenna Snæfellsness.

U12.1     Nýta og útfæra nánar greiningu sem sem var unnin vegna svæðisskipulagsvinnunnar (sjá                GRUNN og ÍMYND SNÆFELLSNESS) til að afmarka        merkileg og viðkvæm svæði í aðalskipulagi og setja   skilmála um landnotkun, mannvirkjagerð og umgengni, sem miða að því að viðhalda sérkennum þeirra.

U12.2     Marka stefnu um skógrækt í aðalskipulagi, í samvinnu við Vesturlandsskóga, skógræktarfélög,        náttúrurannsóknastofnanir, landeigendur og almenning sem tekur tillit til landslagseinkenna, sérstæðra kennileita, merkilegra jarðmyndana, verðmætra vistkerfa og búsvæða, s.s. votlendis og svæða sem njóta verndar skv. 37. gr. laga um náttúruvernd, fjarlægðar frá ám og vötnum, svæða sem henta vel til tún- eða kornræktar, nærliggjandi landnotkunar, fornleifa og annarra búsetuminja. 

U12.3     Þróa leiðbeiningar og áætlanagerð fyrir skógræktarsvæði á bújörðum og frístundabyggðarsvæðum í samvinnu við    Vesturlandss
kóga, skógræktarfélög og landeigendur. Þar verði skilgreint í hvaða tilvikum skógræktaráætlun skal lögð fyrir    sveitarstjórnir til samþykktar, til að tryggja samræmi við svæðisskipulag og aðalskipulag. Í áætluninni verði m.a. gerð grein fyrir afmörkun skógræktarsvæðis, tegundum og áherslum við skógræktina. Einnig hvernig tekið er tillit til staðhátta, s.s. minja, landslagsgerða, fjarlægðar frá vatnsbökkum, veitum og samgönguæðum og til stefnu þessa svæðisskipulags og aðalskipulags. 

U12.4     Bæta landgæði og ásýnd lands með uppgræðslu rofsvæða og lítt eða ógróins lands, og með frágangi á fullnýttum        efnistökusvæðum og gömlum urðunarstöðum.

U13      Mótun umhverfis og mannvirkjagerð sé vönduð og taki mið af og styrki sérkenni og    staðaranda Snæfellsness. Umgengni sé            snyrtileg.

U13.1     Marka stefnu í aðalskipulagi og móta deiliskipulag og skilmála sem virða verðmætt búsetulandslag, merk mannvirki, fornleifar og aðrar markverðar menningarminjar.

U13.2     Byggingar á Snæfellsnesi verði almennt 1-2    hæðir. 

U13.3     Leggja áherslu á fallegt heildaryfirbragð        bygginga á bújörðum og svæðum fyrir frístundabyggð. Byggingar falli vel að að landslagi og búsetuminjar verði virtar.

U13.4     Marka stefnu um útlit, efni, stærð og staðsetningu skilta og annarra merkinga fyrir áfangastaði og ferðaleiðir á svæðinu.

U13.5     Setja upp listaverk við „innganga“ Snæfellsness; að sunnanverðu, norðanverðu og við aðkomustaði ferju og            skemmtiferðaskipa. Sjá kort í kafla um GRUNNGERÐ.

U13.7     Hvetja íbúa til að hugsa vel um eignir sínar, lóðir og jarðir og ganga vel um.

A9        Tækifæri til atvinnuþróunar, sem felast í fallegu og fjölbreyttu landslagi og merkum minjum svæðisins, nýtist sem best.

A9.1        Stuðla að þróun ferðaþjónustu sem nýtir sögu og fjölbreytta upplifunarmöguleika svæðisins. Aðstoða atvinnugreinar við að nýta landslag og minjar við markaðssetningu og þróun vöru og þjónustu, m.a. með því að setja fram aðgengilegar        upplýsingar um sérkenni og sögu svæðisins á SNÆFELLSNESVEFINN og í VERKFÆRAKISTU SNÆFELLINGA og með því að fá        viðurkenningu á verðmætum svæðum á lands- og heimsvísu. Sjá í samhengi við stefnu um lykilþemu ferðamennsku í kafla    um FERÐALAG.

Þ14       Þekking á einkennum búsetulandslags Snæfellsness og verðmætum sem í því felast, aukist.

Þ14.1      Efla rannsóknir á búsetulandslagi og menningarminjum Snæfellsness.

Þ14.2      Taka saman fyrirliggjandi upplýsingar um eldri hús á svæðinu, gera áætlun um húsakönnun og nýta sem grunn við    stefnumörkun um varðveislu bygginga.
Þ14.3      Miðla þekkingu til almennings um gildi búsetulandslags og þau verðmæti sem í því felast.
Comments