Landslag

Efnisyfirlit:
Meginmarkmið fyrir snæfellskt landslag
Þjóðgarður
Jarðfræðileg fjölbreytni
Líffræðileg fjölbreytni
Landslag sveita og bæja

Meginmarkmið fyrir snæfellskt LANDSLAG

Fjölbreytt jarðfræði og lífríki verði áfram aðalsmerki Snæfellsness og þróun landnotkunar og byggðar taki mið af þeim verðmætum ásamt því að virða menningarminjar og megineinkenni búsetulandslagsins.

Til að stuðla að þessu meginmarkmiði eru sett fram eftirfarandi markmið. SMELLIÐ HÉR til að skoða leiðir að hverju markmiði.

Þjóðgarður

U9     Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull þróist áfram sem einn af aðalseglum svæðisins fyrir útivist og ferðamennsku, um leið og náttúra hans og minjar eru varðveittar.

A6     Verðmætasköpun á grunni Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls aukist.

Þ9      Góð fræðsla og leiðsögn sé í boði um þjóðgarðinn.

Þ10    Rannsóknir á umhverfi og sögu þjóðgarðsins eflist og þekking almennings um hann aukist.

Þ11    Sterk og jákvæð ímynd þjóðgarðsins sé nýtt við markaðssetningu Snæfellsness í ferðaþjónustu og annarri atvinnuuppbyggingu.


Jarðfræðileg fjölbreytni

U10    Jarðfræðilega merkileg svæði og fallegar jarðminjar séu verndaðar.

A7      Tækifæri til atvinnuþróunar sem felast í einstakri jarðfræði svæðisins, nýtist sem best.

Þ12    Rannsóknir á einstakri og margbrotinni jarðfræði Snæfellsness eflist.


Líffræðileg fjölbreytni

U11    Fjölbreytni fuglalífs og gróðurs viðhaldist.

A8      Tækifæri til atvinnuþróunar, sem felast í fjölbreyttu lífríki svæðisins, nýtist sem best.

Þ13    Rannsóknir á fjölbreyttu lífríki Snæfellsness og sjávarins umhverfis eflist.


Landslag sveita og bæja

U12    Uppbygging og landnýting í sveitum taki tillit til landslagseinkenna Snæfellsness.

U13    Mótun umhverfis og mannvirkjagerð sé vönduð og taki mið af og styrki sérkenni og staðaranda Snæfellsness. Umgengni sé snyrtileg.

A9      Tækifæri til atvinnuþróunar, sem felast í fallegu og fjölbreyttu landslagi og merkum minjum svæðisins, nýtist sem best.

Þ14    Þekking á einkennum búsetulandslags Snæfellsness og verðmætum sem í því felast, aukist.