Leiðir að markmiðum um SNÆFELLSK LÍFSGÆÐI

Efnisyfirlit:
Búsetuskilyrði og atvinnulíf
Menningarlíf og menningararfur
Skólar
Lýðheilsa

Búsetuskilyrði og atvinnulíf

U1    Byggð í þéttbýli og dreifbýli þjóni íbúum sem best um leið og hún er áhugaverð fyrir ferðamenn.

U1.1    Móta þétta og lágreista byggð í þéttbýli sem tekur mið af landslagi, fyllir í eyður í götulínum og nýtir vel gatna- og lagnakerfi sem fyrir eru.

U1.2    Fegra götur og önnur almenningsrými í þéttbýli og byggja upp aðlaðandi útivistarsvæði og net göngu- og hjólaleiða í þéttbýli og dreifbýli.

U1.3    Marka í aðalskipulagi, stefnu um byggð í sveitum sem tekur mið af möguleikum til fjölbreytts    atvinnulífs þar, s.s. búsakapar, ferðaþjónustu,            skógræktar, grænmetisræktunar, smáiðnaðar, matvælaframleiðslu, handverks og fjarvinnslu.

U1.4    Merkja sögulegar byggingar, minjar og markverða staði í þéttbýli og dreifbýli. Taka upp samræmdar merkingar á svæðinu eða innan hvers „karaktersvæðis“.

U2     Miðbæir þéttbýlisstaðanna styrkist sem aðalsamkomustaðir íbúa.

U2.1    Afmarka miðbæi vel og skýra og fegra aðkomu inn í þá.

U2.2    Fjölga skjólgóðum áningarstöðum með gróðri, bekkjum eða annarri aðstöðu til áningar og samveru. Leggja áherslu á vandaða hönnun og umhverfisfrágang á götum og gangstéttum, t.d. með hellulögn, gróðri og lýsingu, úr efnum af svæðinu eða sem hafa tilvísun í einkenni þess.

U3    Landbúnaður, ferðaþjónusta og útivist sé ráðandi landnýting í dreifbýli.

U3.1    Viðhalda ræktuðu landi og landi sem hentar vel til ræktunar og beitar, en gera jafnframt ráð fyrir   möguleika á frekari framþróun og nýsköpun á býlum, t.d. framleiðslu úr auðlindum svæðisins eða út frá sérkennum þess. Sem dæmi um auðlindir má nefna ber, jurtir, ölkelduvatn og þörunga.

U3.2    Skilgreina í aðalskipulagi, vegakerfi, göngu- og reiðleiðir og áningarstaði, á grunni greiningar og stefnu þessa svæðisskipulags. Sjá einnig stefnu og skýringarkort fyrir FERÐALAG og GRUNNGERÐ.

U3.3    Skilgreina í aðalskipulagi, lykilþjónustustaði í dreifbýli, á grunni greiningar og stefnu og stefnu þessa svæðisskipulags. Þangað verði beint stærri ferðaþjónustueiningum og samfélagsþjónustu fyrir dreifbýli.

U4    Nýting vatns, jarðefna, gróðurs og annarra náttúruauðlinda sé með sjálfbærum hætti.

U4.1    Ljúka heildstæðri kortlagningu á vatnsríkum    grunnvatnssvæðum, lindum, ölkeldum, nýtanlegum jarðefnum og plöntum og marka  stefnu um nýtingu og verndun á grunni þess.

A1    Snæfellsnes verði eitt atvinnusvæði og atvinnulífið þar einkennist af fjölbreyttri    starfsemi þar sem áhersla er lögð á að skapa    aukin verðmæti úr sérkennum og auðlindum       svæðisins með sjálfbæra þróun að leiðarljósi,    beita gæða- og umhverfisstjórnun, sýna             samfélagsábyrgð og efla samvinnu atvinnulífs og sveitarfélaga á Snæfellsnesi. 

Undirmarkmið þessa markmiðs og leiðir að þeim eru útfærð í öðrum köflum, sbr. tilvísanir í þá hér að neðan:
A1.1    Efla stuðningskerfi atvinnulífsins, fjarskipti og  samgöngur. Sjá stefnu um GRUNNGERÐ.

A1.2    Draga fram þau verðmæti sem felast í landslagi Snæfellsness og standa vel að nýtingu þeirra og verndun. Sjá stefnu um LANDSLAG.

A1.3    Efla þekkingu á gæða- og umhverfisstjórnun og samfélagsábyrgð. Sjá Þ-markmið fyrir öll ÞEMU

A1.4    Hvetja til vöruþróunar og aukinnar vermætasköpunar í matvælaframleiðslu. Sjá stefnu um MAT.

A1.5    Styrkja hefðbundnar og óhefðbundnar iðngreinar. Sjá stefnu um IÐNAÐ OG SKAPANDI GREINAR.

A1.6    Þróa áfram ferðaþjónustu sem nýtir enn frekar þau fjölmörgu tækifæri sem svæðið býður upp á. Sjá stefnu um FERÐALAG.

A1.7    Koma á fót samstarfsneti og samstarfsverkefnum. Sjá stefnu um GRUNNGERÐ.

Þ1    Almenn þekking um umhverfi og sögu        Snæfellsness aukist og íbúar og fyrirtæki grípi í auknum mæli þau tækifæri sem búa í svæðinu.

Þ1.1    Miðla upplýsingum um náttúru-, menningar- og þekkingarauð svæðisins á sameiginlegum vef 
sveitarfélaganna og atvinnulífsins  (hér eftir kallaður SNÆFELLSNESVEFURINN, www.snaefellsnes.is). 

Þ1.2    Auðvelda atvinnugreinum að nýta auð svæðisins með þróun VERKFÆRAKISTU SNÆFELLINGA, sem verði hluti af SNÆFELLSNESVEFNUM. Þar verði að finna kort, myndir og texta sem nýta má við þróun vöru og þjónustu, kynningar, markaðssetningu og verðmætasköpun í víðum skilningi þess orðs (sjá um breiða verðmætasköpun í kafla um ÁHERSLUR). Í kistunni verði einnig hugmyndabanki um vörur og þjónustu.
 
Þ1.3    Halda kynningar og námskeið um hvernig mismunandi atvinnugreinar geta nýtt sér verkfærakistuna.

Þ1.4    Stuðla að auknu samstarfi þekkingarsetra á Snæfellsnesi um rannsóknir á náttúru- og menningarauði svæðisins og nýtingu hans.

Þ1.5    Sjá einnig stefnu um skólastarf að neðan

Þ2    Sjálfsmynd samfélagsins á Snæfellsnesi sem einnar heildar styrkist og kostir þess að búa þar verði vel þekktir.

Þ2.1    Útbúa kynningarefni um Snæfellsnes sem góðan stað til búsetu. Þar verði m.a. lögð áhersla á kosti þess að búa í litlu samfélagi þar sem vegalengdir eru stuttar, tengsl við náttúruna náin, öryggi og frelsi barna mikið.

Þ2.2    Setja fram yfirlit yfir þjónustu á svæðinu á SNÆFELLSNESVEFNUM og uppfæra reglulega. 

Þ2.3    Efla samvinnu allra aðila í samfélaginu með virku tengslaneti, gagnvirku upplýsingastreymi og hvatningu.

Þ2.4    Skapa aðstöðu á völdum stöðum þar sem einstaklingar og hópar geta hist til að auka þekkingu sína, vinna að uppbyggjandi verkefnum og efla menningu og menntun á svæðinu, að fyrirmynd Átthagastofu Snæfellsbæjar.

Þ2.5    Halda reglulega sýningu þar sem fyrirtæki á Snæfellsnesi kynna starfsemi sína hvert fyrir öðru og hvernig þau vinna með auðlindir og sérkenni Snæfellsness. 
  

Menningarlíf og menningararfur

U5    Menningararfur Snæfellinga sé sýnilegur og aðgengilegur sem víðast.


U5.1    Ljúka við fornleifaskráningu á öllu svæðinu, meta verndargildi fornleifa, annarra 
menningarminja og minjaheilda og marka stefnu          í aðalskipulagi um verndun og nýtingu á grunni          þess.

U5.2    Gera yfirlit yfir fornleifa-/minjastaði og 
minjaheildir sem liggja undir skemmdum og gera 
áætlun um viðhald þeirra.

U5.3    Merkja áhugaverða minjastaði í góðum tengslum við vegi eða göngu- og hjólaleiðir og kynna og móta sem áfangastaði.

U5.4    Standa vörð um gömul hús sem bera vitni um byggðasögu svæðisins.

A2    Menningarlíf sé öflugt og fjölbreytt.

A2.1    Vinna að þróun hátíða og viðburða sem draga fram sögu, menningu og sérkenni Snæfellsness.


A2.2    Styðja við viðburði og hátíðir sem þegar eru haldnar, s.s. bæjarhátíðir, stuttmyndahátíð og        raftónlistarhátíð. 

A2.3    Leggja áherslu á samvinnu milli menningarstofnana og félagasamtaka á svæðinu og vinna að eflingu þeirra. 

A2.4    Bæta aðgengi að söfnum, t.d. með safnapassa sem gildir fyrir öll söfn á svæðinu.

A2.5    Setja fram lista yfir þá aðstöðu sem er fyrir hendi fyrir ýmiskonar samkomur og uppákomur, s.s. gömlu félagsheimilin, skemmur, réttir o.fl. og meta þörf á nýrri aðstöðu sem nýst getur svæðinu sem heild.

Þ3    Upplýsingar um menningarstarfsemi á Snæfellsnesi, á hverjum tíma, séu aðgengilegar fyrir íbúa og gesti.

Þ3.1   Halda yfirlit á SNÆFELLSNESVEFNUM yfir menningarstarfsemi og félagsstarf á svæðinu og        bjóða upp á að nýta hann fyrir tilkynningar um            viðburði.

Þ4    Upplýsingar um menningararf Snæfellinga séu aðgengilegar fyrir íbúa og gesti til að nýta við vöruþróun, sköpun, fræðslu og kynningu og sem grundvöllur fyrir aðal- og deiliskipulagsgerð.

Þ4.1    Sjá leið Þ1.1 um uppbyggingu                         SNÆFELLSNESVEFJARINS, www.snaefellsnes.is 

Þ4.2    Sjá leið Þ1.2 um þróun VERKFÆRAKISTU SNÆFELLINGA

Þ4.3    Ljúka við fornleifaskráningu og húsakönnun á öllu svæðinu og gera þær upplýsingar aðgengilegar á SNÆFELLSNESVEFNUM.

Þ4.4    Halda yfirlit á SNÆFELLSNESVEFNUM yfir útilistaverk á svæðinu og fjölga þeim. 

Þ5    Rannsóknir á menningararfi Snæfellinga eflist.

Þ5.1   Sjá leið Þ1.4 um aukið samstarf þekkingarsetra á Snæfellsnesi.

Skólar

U6    Aðgengi að leik- og grunnskólum sé gott og umhverfi þeirra sé vandað og til fyrirmyndar.

U6.1    Tryggja öruggar aksturs-, hjóla- og gönguleiðir að skólum og að skólaakstur sé í boði þar sem þess er þörf.

U6.2    Gera skólalóðir vel úr garði fyrir leik og útiveru og tengja hönnun þeirra og umhverfismótun við sögu og sérkennI Snæfellsness.

A3    Námsleiðir í tengslum við atvinnulífið eflist í Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN).

A3.1   Sjá stefnu um FERÐALAG og IÐNAÐ OG SKAPANDI GREINAR.

Þ6    Góð átthagaþekking sé aðalsmerki Snæfellinga.

Þ6.1    Byggja áfram upp sterka átthagafræðslu á öllum    skólastigum og nýta til þess VERKFÆRAKISTU SNÆFELLINGA, þekkingu eldra fólks, samstarf skóla og skólastiga og reynslu af áttthagaverkefni Snæfellsbæjar.

Þ6.2    Efla listmennt á öllum skólastigum og tengja hana við náttúru- og menningarauð Snæfellsness. Sjá einnig stefnu um IÐNAРOG SKAPANDI GREINAR.

Þ7    Góðir símenntunarmöguleikar séu ávallt í boði.

Þ7.1    Sjá leið Þ1.3 um kynningar og námskeið um hvernig mismundandi atvinnugreinar geta nýtt sér verkfærakistuna.

Þ7.2    Kortleggja hvaða menntun þarf helst á svæðinu og vinna að framgangi hennar, í samvinnu atvinnulífs og fagaðila á þessu sviði.

Lýðheilsa

U7    Góð aðstaða sé til iðkunar margvíslegra íþrótta.

U7.1    Staðsetja ný íþróttamannvirki í þéttbýli, að golfvöllum frátöldum, og nýta vel þau mannvirki sem fyrir eru, þ.m.t. íþróttavöllinn á Lýsuhóli. 

U7.2    Þróa möguleika til að stunda sjóböð á völdum stöðum.

U8    Möguleikar til almennrar útivistar; hreyfingar, slökunar og endurnæringar, séu fjölbreyttir.

U8.1    Fjölga útivistarstígum í nágrenni þéttbýlis og koma upp áningarstöðum á þeim. Sjá einnig stefnu um FERÐALAG.

U8.2   Skilgreina og merkja megingöngu- og hjólaleiðir utan þéttbýlis og koma upp lykiláningarstöðum á þeim. Sjá einnig stefnu um FERÐALAG.

U8.3   Ákveða fyrirkomulag fyrir skíðamenn og sleðamenn á Snæfellsjökli. Sjá nánar stefnu um þjóðgarðinn Snæfellsjökul í kafla um LANDSLAG.

U8.4   Styrkja Lýsuhól sem einstakt laugarsvæði, það eina á Íslandi þar sem hægt er að baða sig úr heitu ölkelduvatni. Sjá einnig stefnu um lykilþemu ferðamennsku í kafla um FERÐALAG.

U8.5   Styrkja Stykkishólm sem heilsubæ í tengslum við verðmæta eiginleika heita vatnsins þar. Sjá einning stefnu um lykilþemu ferðamennsku í kafla um FERÐALAG.

A4    Heilsutengd þjónusta við íbúa og ferðamenn byggist upp og heilbrigðisþjónusta sé góð og aðgengileg.

A4.1    Vinna að því að treysta rekstur heilbrigðisstofnana á Snæfellsnesi og efla nýsköpun og framþróun á því sviði. Leita leiða til að tengja það við heita vatnið í Stykkishólmi og heita ölkelduvatnið á Lýsuhóli. Sjá í samhengi við leiðir U8.4 og U8.5 um skipulag Lýsuhóls og Stykkishólms m.t.t. heita vatnsins.

A4.2    Þróa áfram önnur verkefni tengd ölkeldum, heitu og köldu vatn í ýmsu samhengi, m.a. tengt heilsurækt og listum. Sjá einnig stefnu um lykilþemu ferðmennsku í kafla um FERÐALAG og stefnu um IÐNAÐ OG SKAPANDI GREINAR.

A5    Öryggi íbúa og ferðalanga sé gott.

A5.1   Gera neyðaráætlun fyrir allt Snæfellsnes vegna óveðurs, slysa eða annarrar hættu. Vinna hana í samhengi við neyðaráætlun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.

A5.2    Kynna vel upplýsingar um neyðarnúmer, nærtækustu læknisaðstoð, viðgerðarverkstæði, varasöm svæði, færð á vegum, veður, öryggismál og umgengnisreglur, ásamt hvatningu til að sýna aðgát á ferð um landið, t.d. á SNÆFELLSNESVEFNUM. 

A5.3    Leggja áherslu á að afþreying sem er í boði standist ströngustu kröfur um gæði og öryggi. 

Þ8    Upplýsingum um möguleika til heilsubótar sé miðlað með markvissum hætti. 

Þ8.1    Setja fram og uppfæra reglulega á SNÆFELLSNESVEFNUM, heildstætt yfirlit yfir íþróttamannvirki, göngu- og hjólaleiðir, auk heilsutengdra námskeiða og viðburða.
Comments