Lífsgæði

Efnisyfirlit                                                                                         
Meginmarkmið fyrir snæfellsk LÍFSGÆÐI
Búsetuskilyrði og atvinnulíf
Menningarlíf og menningararfur
Skólar
Lýðheilsa

Meginmarkmið fyrir snæfellsk LÍFSGÆÐI

Á Snæfellsnesi verði góð og samkeppnishæf búsetuskilyrði með öflugu atvinnulífi, sem nýtir verðmæti og sérkenni Snæfellsness með sjálfbærum hætti og af samfélagslegri ábyrgð. Lifandi menningarlíf og framúrskarandi aðstæður fyrir heilbrigði og vellíðan laði að nýja íbúa og gesti.

Til að stuðla að þessu meginmarkmiði eru sett fram eftirfarandi markmið. SMELLIÐ HÉR til að skoða leiðir að hverju markmiði.

Búsetuskilyrði og atvinnulíf

U1    Byggð í þéttbýli og dreifbýli þjóni íbúum sem best um leið og hún er áhugaverð fyrir ferðamenn.

U2    Miðbæir þéttbýlisstaðanna styrkist sem aðalsamkomustaðir íbúa.

U3    Landbúnaður, ferðaþjónusta og útivist sé ráðandi landnýting í dreifbýli.

U4    Nýting vatns, jarðefna, gróðurs og annarra náttúruauðlinda sé með sjálfbærum hætti.

A1    Snæfellsnes verði eitt atvinnusvæði. Atvinnulífið einkennist af fjölbreyttri starfsemi þar sem áhersla er lögð á að skapa aukin verðmæti úr sérkennum og auðlindum svæðisins, beita gæða- og umhverfisstjórnun, sýna samfélagsábyrgð og efla samvinnu atvinnulífs og sveitarfélaga á Snæfellsnesi. 

Þ1    Almenn þekking á umhverfi og sögu Snæfellsness aukist og íbúar og fyrirtæki grípi í auknum mæli þau tækifæri sem búa í svæðinu.

Þ2    Sjálfsmynd samfélagsins á Snæfellsnesi sem einnar heildar styrkist og kostir þess að búa þar verði vel þekktir.


Menningarlíf og menningararfur

U5    Menningararfur Snæfellinga sé sýnilegur og aðgengilegur sem víðast.

A2    Menningarlíf sé öflugt og fjölbreytt.

Þ3    Upplýsingar um menningarstarfsemi á Snæfellsnesi, á hverjum tíma, séu aðgengilegar fyrir íbúa og gesti.

Þ4    Upplýsingar um menningararf Snæfellinga séu aðgengilegar fyrir íbúa og gesti til að nýta við vöruþróun, sköpun, fræðslu og kynningu. Einnig séu slíkar upplýsingar aðgengilegar sem grundvöllur fyrir aðal- og deiliskipulagsgerð.

Þ5    Rannsóknir á menningararfi Snæfellinga eflist.


Skólar

U6    Aðgengi að leik- og grunnskólum sé gott og umhverfi þeirra sé vandað og til fyrirmyndar.

A3    Námsleiðir í tengslum við atvinnulífið eflist í Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN).

Þ6    Góð átthagaþekking sé aðalsmerki Snæfellinga.

Þ7    Góðir símenntunarmöguleikar séu ávallt í boði.


Lýðheilsa

U7    Góð aðstaða sé til iðkunar margvíslegra íþrótta.

U8    Möguleikar til almennrar útivistar; hreyfingar, slökunar og endurnæringar, séu fjölbreyttir.

A4    Heilsutengd þjónusta við íbúa og ferðamenn byggist upp og heilbrigðisþjónusta sé góð og aðgengileg.

A5    Öryggi íbúa og ferðalanga sé gott.

Þ8    Upplýsingum um möguleika til heilsubótar sé miðlað með markvissum hætti.