Leiðir að markmiðum um SNÆFELLSKA GRUNNGERÐ OG STJÓRNUN

Efnisyfirlit:
Vegir
Stígar og leiðir
Hafnir 
Flugvellir
Almenningssamgöngur
Fjarskipti
Veitur og orkuöflun
Endurnýting og förgun úrgangs
Stjórnun

Vegir

U30    Meginhringleiðin umhverfis Snæfellsnes og þverun þess um Vatnaleið og Fróðárheiði, sé örugg og greiðfær allan ársins hring.

U30.1   Tryggja góðan veg hringinn í kringum            Snæfellsnes; um Snæfellsnesveg (nr. 54) 
að sunnanverðu, síðan um Útnesveg fyrir Jökul             (nr. 574) og aftur Snæfellsnesveg að norðanverðu        (nr. 54).
 
U30.2   Viðhalda Vatnaleiðinni vel sem aðalþverun á milli norðan- og sunnanverðs Snæfellsness.
 
U30.3   Ljúka við vegagerð um Fróðárheiði sem mikilvæga leið innan svæðis/sveitarfélags.

U30.4   Tryggja góðan snjómokstur og hálkuvarnir.

U31    Tengingar inn á svæðið séu greiðfærar.

U31.1   Vinna að uppbyggingu vegar um Skógarströnd. 

U31.2   Vinna að góðu viðhaldi á
veginum um Mýrar.

U32    Tilteknum vegum sé viðhaldið sem ferðamannavegum og þeir útfærðir og kynntir sem slíkir.

U32.1   Skilgreina ferðamannavegi í aðalskipulagi og útfæra þá í samvinnu við Vegagerðina og í samráði við hagsmunaaðila, sem malarvegi með hægri umferð, útskotum, bílastæðum og áningarstöðum, til að auðvelt sé að staldra við, upplifa og njóta. Hugað verði að mögulegri umferð hjólreiðamanna. Dæmi um vegi sem gætu fallið í þennan flokk er leiðin frá  Öndverðarnesi, um Eysteinsdal og Jökulháls að Arnarstapa og gamli vegurinn um Berserkjahraun.

U32.2   Lagfæra veginn um Jökulháls þannig að hann verði sem öruggastur fyrir rólega ferðamannaumferð yfir sumartímann. Setja reglur um umferð langferðabíla sem miða að því að lágmarka hættu á árekstrum við umferð úr gagnstæðri átt.

Stígar og leiðir

U33    Sjá stefnu um FERÐALAG - Lykilþemu            ferðaleiðir og áfangastaði.
Hafnir

U34    Höfnum og hafnarsvæðum sé vel viðhaldið. Við skipulag þeirra sé bæði hugað að    hagsmunum hefðbundins sjávarútvegs og að       hafnsækinni eða sjávartengdri tómstundaiðkun og ferðaþjónustu.

U34.1   Móta heildarsýn fyrir hafnir á Snæfellsnesi sem miðar að því að fjölbreytt þjónusta sé í boði á svæðinu.

U34.2   Deiliskipuleggja hafnarsvæðin, út frá hlutverki þeirra og þannig að hefðbundinni starfsemi sé tryggt öruggt rými fyrir sín umsvif og leiðir fyrir almenna umferð séu skýrt afmarkaðar.

U34.3   Hafnarsvæðum sé vel haldið við og snyrtimennsku gætt.

U34.4   Þróa móttöku skemmtiferðaskipa áfram í Grundarfirði.

U34.5   Tryggja góðar aðstæður fyrir Breiðafjarðarferjuna í Stykkishólmshöfn.

A29    Stjórnun umhverfismála hjá höfnum sé markviss og í samræmi við bestu aðferðir hverju sinni.

A29.1   Stjórnendur hafna hafi markvissa stefnu um stjórnun umhverfismála hafna, sem sé sýnileg viðskiptavinum, íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. 

A30    Atvinnurekstur á hafnarsvæðum sé öflugur.

A30.1   Nýta vel uppbyggða hafnaraðstöðu til þess að laða að hafnsækna starfsemi á sviði fiskveiða, flutninga, viðskipta, verslunar og ferðaþjónustu. Sjá í samhengi við U34.2 um skipulag hafnarsvæða.

A30.2   Upplýsingar um hafnir, hafnaraðstöðu, starfsemi hafna og þjónustu í höfnum séu aðgengilegar og vel fram settar.

Flugvellir

U35    Mögulegt sé að lenda minni flugvélum og þyrlum á Snæfellsnesi.

U35.1   Loka ekki möguleikum á að nýta flugbrautir við Rif og Grundarfjörð.

U35.2   Viðhalda Stykkishólmsflugvelli m.t.t. öryggis, þjálfunarflugs og einkaflugs.

Almenningssamgöngur

A31    Góðar almenningssamgöngur séu í boði innan svæðis og við aðra landshluta, í þágu íbúa, skóla og atvinnulífs, allt árið um kring.

A31.1   Sjá um aðstæður fyrir Breiðafjarðarferjuna undir markmiði fyrir hafnir hér að ofan.

A31.2   Tryggja hringleið almenningsvagna um Snæfellsnesið með tengingu við áætlun Breiðafjarðarferjunnar.

Fjarskipti

U36    Fjarskiptakerfi séu mjög góð; nettengingar og sjónvarps- og útvarpssendingar.

U36.1   Tryggja öflugt og öruggt netsamband um allt Snæfellsnes. Vinna sérstaklega að bættu netkerfi í dreifbýli.

Veitur og orkuöflun

U37    Fyrirtækjum, íbúum og ferðamönnum sé tryggt gott neysluvatn.

U37.1   Vinna yfirlit yfir vatnsból á Snæfellsnesi og ljúka við afmörkun vatnsverndarsvæða í samræmi við viðeigandi reglugerð.

U38    Fyrirtækjum, íbúum og ferðamönnum sé tryggður góður aðgangur að heitu vatni.

U38.1   Halda áfram rannsóknum á jarðvarma á svæðinu og kostum á nýtingu hans.

U39    Örugg dreifing raforku sé tryggð um allt Snæfellsnes.

U39.1   Leita leiða til að auka raforkuöryggi og lækka orkukostnaðinn á svæðinu.
U39.2   Vinna að því að allar raflínur verði lagðar í jörðu.

A32    Nýir orkugjafar séu kannaðir.

A32.1   Kanna möguleika á þróunarverkefnum sem lúta að umhverfisvænum orkugjöfum.

A32.2   Hraða rannsóknum og virkjun sjávarorkunnar og sjávarfalla og leita samstarfs utan lands sem innan í þeim tilgangi.

Endurnýting og förgun úrgangs

U40    Flokkun úrgangs og endurnýting aukist.

U40.1   Vinna heildstætt yfirlit yfir móttöku og flokkunarstöðvar á Snæfellsnesi og gera tillögur um hvað betur megi fara 
til að auka flokkun og endurnýtingu.

U40.2   Auka jarðgerð á lífrænum úrgangi.

U40.3   Vinna að bættu skipulagi söfnunar og flokkunar og aukinni úrvinnslu og endurnýtingu.

Stjórnun

U41    Vel sé staðið að áætlanagerð og skipulagi og stjórnsýsla sé til fyrirmyndar.

U41.1   Fylgja þessari svæðisskipulagsáætlun markvisst eftir með stofnun svæðisgarðs. Sjá nánar stefnu um FRAMFYLGD. 

U41.2   Vanda til verka við aðal- og deiliskipulagsgerð og alla umsýslu leyfisveitinga. Auka samráð við íbúa við mótun stefnu og skipulags og viðhafa gagnsæi við afgreiðslu mála.

U41.3   Vinna að stöðugum úrbótum á eigin frammistöðu í umhverfislegu, efnahagslegu og félagslegu tilliti, m.a. með hliðsjón af viðmiðunarskýrslum um umhverfisvottun fyrir svæðið.

U41.4   Styðja við samtakamátt samfélagsins; virkja og hvetja fólk til þátttöku í samfélaginu, t.d. í viðburðum og námskeiðum.
Comments