Grunngerð og stjórnun

Efnisyfirlit:
Meginmarkmið fyrir snæfellska grunngerð og stjórnun
Vegir
Stígar og leiðir
Hafnir 
Flugvellir
Almenningssamgöngur
Fjarskipti
Veitur og orkuöflun
Endurnýting og förgun úrgangs
Stjórnun

Meginmarkmið fyrir snæfellska GRUNNGERÐ OG STJÓRNUN

Samgöngukerfi Snæfellsness bjóði upp á fjölbreytta fararmáta og almenningssamgöngur eflist. Fjarskiptakerfi styrkist og sameiginleg veitukerfi verði víðar. Vel sé staðið að nýtingu vatns- og orkuauðlinda. Stuðlað verði að aukinni endurnýtingu. Sjálfbærnisjónarmið, samfélagsábyrgð, virkt samráð og umhverfisstjórnun einkenni starfsemi sveitarfélaganna og verði leiðarljós fyrirtækja á svæðinu.

Til að stuðla að þessu meginmarkmiði eru sett fram eftirfarandi markmið. SMELLIÐ HÉR til að skoða leiðir að hverju markmiði.

Vegir

U30    Meginhringleiðin umhverfis Snæfellsnes og þverun þess um Vatnaleið og Fróðárheiði, sé örugg og greiðfær  allan ársins hring.

U31    Tengingar inn á svæðið séu greiðfærar.

U32    Tilteknum vegum sé viðhaldið sem ferðamanna-   vegum og þeir útfærðir og kynntir sem slíkir.


Stígar og leiðir

U33    Sjá stefnu um FERÐALAG - Lykilþemu ferðamennsku, ferðaleiðir og áfangastaði.


Hafnir

U34    Höfnum og hafnarsvæðum sé vel viðhaldið. Við    skipulag þeirra sé bæði hugað að hagsmunum               hefðbundins sjávarútvegs og að hafnsækinni/               sjávartengdri tómstundaiðkun og ferðaþjónustu.

A29    Stjórnun umhverfismála hjá höfnum sé markviss og í samræmi við bestu aðferðir hverju sinni. 

A30    Atvinnurekstur á hafnarsvæðum sé öflugur.
Flugvellir

U35    Mögulegt sé að lenda minni flugvélum og þyrlum á Snæfellsnesi.


Almenningssamgöngur

A31    Góðar almenningssamgöngur séu í boði innan svæðis og við aðra landshluta, í þágu íbúa, skóla og atvinnulífs, allt árið            um kring.


Fjarskipti

U36    Fjarskiptakerfi séu mjög góð; nettengingar og sjónvarps- og útvarpssendingar.Veitur og orkuöflun

U37    Fyrirtækjum, íbúum og ferðamönnum sé tryggt gott neysluvatn.

U38    Fyrirtækjum, íbúum og ferðamönnum sé tryggður    góður aðgangur að heitu vatni.

U39    Örugg dreifing raforku sé tryggð um allt                Snæfellsnes.

A32    Nýir orkugjafar séu kannaðir.
Endurnýting og förgun úrgangs

U40    Flokkun úrgangs og endurnýting aukist.


Stjórnun

U41    Vel sé staðið að áætlanagerð og skipulagi og stjórnsýsla sé til fyrirmyndar.