Ferðalag

Efnisyfirlit:
Meginmarkmið fyrir snæfellskt ferðalag
Staðarandi og gæði
Lykilþemu ferðamennsku, ferðaleiðir og áfangastaðir
Grunngerð ferðaþjónustunnar

Meginmarkmið fyrir snæfellskt FERÐALAG

Ferðalangar á Snæfellsnesi finni fyrir sterkum anda svæðisins, njóti góðrar þjónustu, spennandi upplifunar og áhugaverðrar afþreyingar á fjölbreyttum ferðaleiðum og áfangastöðum sem dreifast um allt svæðið. Snæfellsnes styrkist sem einn af megináfangastöðum ferðamanna á Íslandi.

Til að stuðla að þessu meginmarkmiði eru sett fram eftirfarandi markmið. SMELLIÐ HÉR til að skoða leiðir að hverju markmiði.
Staðarandi og gæði

U23    Staðarandi Snæfellsness styrkist við umhverfismótun og mannvirkjagerð, en hann einkennist af fjölbreytileika og andstæðum í landslagi og byggð og    sterkum tengslum við sjóinn og söguna, allt frá landnámi. Sjá nánar kaflann GRUNNUR – Staðarandi Snæfellsness.                   

U24    Ávinningur samfélagsins af ferðalögum um svæðið dreifist sem víðast og komið sé í veg fyrir ofálag á        einstaka staði. 

A23    Þróun í ferðaþjónustu grundvallist á að nýta og    styrkja staðaranda Snæfellsness, en hann einkennist        af fjölbreytileika og andstæðum í landslagi og byggð og    sterkum tengslum við sjóinn og söguna, allt frá landnámi. Sjá nánar GRUNNUR - Staðarandi Snæfellsness.             

A24    Ferðaþjónusta á Snæfellsnesi einkennist af            fagmennsku og umhverfisvitund.

A25    Heilsársstörfum í ferðaþjónustu fjölgi.

A26    Góðir og fjölbreyttir gistimöguleikar séu í boði.

Þ29    Þekking ferðaþjónustuaðila á umhverfistúlkun        (environmental interpretation) og sögutúlkun                (heritage interpretation) aukist, sem leið til að vinna        meira með staðaranda svæðisins.

Þ30    Umhverfis- og gæðastarf sé innleitt með markvissum hætti.

Þ31    Rannsóknir á sviði ferðamála á Snæfellsnesi eflist og niðurstöður þeirra nýtist. 

Þ32    Upplýsingar um ferðamöguleika á svæðinu séu sem aðgengilegastar fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.


Lykilþemu ferðamennsku, ferðaleiðir og áfangastaðir

U25    Uppbygging ferðaleiða og áfangastaða sé markviss út frá lykilþemum í ferðamennsku sem skilgreind eru í þessari áætlun, á grunni greiningar á svæðinu, samráðs við vinnuhópa og samhengi við þemu sem þegar er vísir að, ýmist á Vesturlandi sem heild    eða á Snæfellsnesi sérstaklega.

A27    Framboð á ferðum, gistingu, afþreyingu og dægradvöl aukist á fjölbreyttum sviðum ferðamennsku, en lögð sé áhersla á        lykilþemu sem skilgreind eru í þessari áætlun.

Leiðir að markmiðum um lykilþemu, ferðaleiðir og áfangastaði er að finna hér.


Grunngerð ferðaþjónustunnar

U26    Vegir og stígar svæðisins þróist í samræmi við þarfir íbúa og fjölgun ferðamanna. 

U27    Ein aðalupplýsingamiðstöð sé við lykilinngang inn á svæðið, en minni stöðvar á þéttbýlisstöðunum. 

U28    Hreinlætisaðstaða sé fullnægjandi.

U29    Góð aðstaða fyrir tjöld, fellihýsi, húsbíla og            sambærilega gistimáta sé í boði á lykilstöðum á            sunnan- og norðanverðu Snæfellsnesi og í austur-        og vesturenda þess.

A28    Samstarf ferðaþjónustuaðila innan Snæfellsness og á Vesturlandi í heild styrkist, svo og samvinna þeirra        við sveitarfélögin.

Þ33    SNÆFELLSNESVEFURINN (www.snaefellsnes.is) þróist sem aðalupplýsingaveita um það að búa, starfa og ferðast á Snæfellsnesi.

Þ34    Fræðsla, þjálfun og leiðbeiningar fyrir ferðaþjónustuaðila og þá sem hafa áhuga á að fara út í ferðaþjónustu eflist.

Þ35    Tengsl heimamanna við ferðamennsku og ferðaþjónustugeirann styrkist.