Framtíðarsýn‎ > ‎

Framtíðarmynd


Framtíðarmynd af Snæfellsnesi

Á Snæfellsnesi virða íbúar einstakan náttúru- og menningararf, nýta hann og viðhalda honum, með áherslum í byggðaþróun, atvinnustarfsemi, skóla- og rannsóknarstarfi og daglegu lífi. Svæðið er því eftirsótt til búsetu og ferðalaga og „Snæfellsnes“ er sterkt vörumerki.

Framtíðarmyndin lýsir í einni málsgrein því sem samstarfi sveitarfélaganna og atvinnulífsins er ætlað að snúast um. Ætlunin er að samstarfið ýti undir að atvinnulífið, þekkingargeirinn og samfélagið nýti sér þau verðmæti sem felast í náttúru- og menningarauði Snæfellsness og að byggðin og umhverfismótunin taki mið af honum; svæðinu og samfélaginu til framdráttar. Svæðisskipulagið er verkfæri til að stuðla að þessu.